Munn- og kjálkaskurðlæknastofan hefur verið starfrækt frá árinu 2008.
Á stofunni starfa tveir sérfræðingar í kjálkaskurðlækningum sem sinna öllum aðgerðum er snúa að munnholi og kjálkum. Við sérhæfum okkur í ísetningu tannplanta (implanta), endajaxaaðgerðum og öðrum tannúrdráttum. Einnig kjálkaaðgerðum í tengslum við tannréttingar og ýmsu öðru.
Hjá stofunni starfa einnig hjúkrunarfræðingur og fjórir tanntæknar, allt starfsfólk með margra ára reynslu í sérgreininni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi aðgerðir, meðferðir eða annað hafið þá endilega samband. Við tökum vel á móti þér og veitum góð ráð.
Rekstaraðili stofunnar er Breiðaklöpp slf. kt. 710111-1380.
Stofan hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs.
Júlíus útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1998. Hann var við í framhaldsnám í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku á árunum 2003 – 2008.
Júlíus fékk sérfræðileyfi í munn- og kjálkaskurðlækningum árið 2008 og er einn fjögurra viðurkenndra sérfræðinga í greininni á Íslandi.
Auk þess að starfa á stofunni í Bæjarlind er Júlíus sérfræðingur við Háls-, nef og eyrnadeild Landspítala í Fossvogi þar sem hann gerir stærri kjálkaaðgerðir. Hann var stundakennari við Tannlæknadeild Háskóla Íslands á árunum 2009- 2013 og lektor árin 2013 -2018. Hann sá þá um klíníska og fræðilega kennslu 5. og 6. árs tannlæknanema auk þess að stunda rannsóknir í sérgrein sinni.
Hann er meðlimur í Tannlæknafélagi Íslands, Félagi munn- og kjálkaskurðlækna í Skandinavíu (SFOMK) og Alþjóðasamtökum munn- og kjálkaskurðlækna (IAOMS). Hann hefur ritað greinar í fræðitímarit og flutt erindi um sérgrein sína á ráðstefnum bæði innanlands og utan.
Gunnar hóf störf á stofunni í ágúst 2018. Hann útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2008 og var við framhaldsnám í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg í Danmörku árin 2013 - 2018.
Gunnar fékk sérfræðileyfi í munn- og kjálkasskurðlækningum árið 2018. Auk þess að starfa á stofunni í Bæjarlind gegnir Gunnar stöðu sérfræðings við Háls-, nef og eyrnadeild Landspítala í Fossvogi og sinnir fræðilegri og verklegri kennslu 5. og 6. árs tannlæknanema við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Hann er meðlimur í Tannlæknafélagi Íslands og Félagi munn- og kjálkaskurðlækna í Skandinavíu (SFOMK).
Helga útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2009. Eftir útskrift starfaði hún á Landspítalanum í Fossvogi, deild A-4 til ársins 2012 þar sem hún annaðist meðal annars sjúklinga sem verið höfðu í kjálkaaðgerðum á spítalanum. Hún þekkir því vel til þessa sjúklingahóps.
Hefur unnið á stofunni frá 2012.
Gerður útskrifaðist af Tanntæknabraut Fjölbrautarskólans í Ármúla vorið 2016 hóf störf á stofunni strax að lokinni útskrift.
Lovísa hóf störf á stofunni í desember 2016. Hún starfaði áður til margra ára á stofu kjálkaskurðlæknis og þekkir því vel til starfsins.
Arta hóf störf hjá Munn- og kjálkaskurðlæknastofunni strax að lokinni útskrift úr tanntæknanámi vorið 2021
Stofan er staðsett í sama húsi og húsgagnaverslunin Ego Decor
Stofan er á 2. hæð og aðgengi er gott, lyfta er í húsinu.
Bæjarlind 12
201 Kópavogi